Listafélag

Listafélag

Listafélag Langholtskirkju styður við tónlistar og kórastarf Langholtssóknar.

Netpóstur : listafelag.langholtskirkju@gmail.com

Stjórn Listafélags Langholtskirkju er svo skipuð :
Magnús Ragnarsson listrænn stjórnandi.
Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri Graduale Nobili og Gradualekórs Langholtskirkju.
Hulda Margrét Birkisdóttir formaður og fulltrúi Kórs Langholtskirkju
Guðjón Emilsson gjaldkeri.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur Langholtskirkju.
Ágústa Jónsdóttir, fulltrúi sóknarnefndar.
Vera Hjördís Matsdóttir fulltrúi Graduale Nobili.
Gyða Sigurjónsdóttir fulltrúi Gradualekórs Langholtskirkju.
Sigrún Stefánsdóttir ritari

Tónlistalífið í Langholtskirkju verður fjöbreytt og spennandi á þessari haustönn. Allir starfandi kórar við kirkjunnar láta vel til sín taka og færa fram undir dyggri stjórn kórstjóra spennandi efni.

Kynnið ykkur dagskrána og verið velkomin í kirkjuna.

Veturinn 2019-2020

27. september, kl. 20:00 – Bjór og sálmar í safnaðarheimilinu

Föstudaginn 27. september endurtekur Kór Langholtskirkju leikinn og býður til kvöldstundar með sálmasöng og bjór í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 20:00.

Bjór- og sálmakvöld hafa verið haldin í kirkjum bæði hérlendis og erlendis og vakið mikla lukku. Kórinn stóð fyrir sams konar viðburði 1. mars í ár, þar sem sönggleðin var við völd. Líkt og þá verða það kórstjórarnir Magnús Ragnarsson og Þorvaldur Örn Davíðsson sem leika undir og stýra fjöldasöng, jafnt rödduðum sem órödduðum. Á meðan verður hægt að kaupa sér veigar og snarl á sanngjörnu verði. Bjór og sálmar er liður í fjáröflun kórsins, sem stefnir á að fara í keppnisferð til Póllands í júní 2020.

Tekið skal fram að hér fá allar raddir að heyrast og allir eru hvattir til að taka undir í sálmunum. Þá er vitaskuld ekki gerð krafa um að hver og einn fái sér í tána, enda verður söngurinn í fyrirrúmi.

 

3. nóvember, kl. 20:00 – á Allra-heilaga messu, minningarstund í Langholtskirkju þar sem tendruð verða bænaljós í minningu þeirra sem látin eru. Sálumessa Gabriel Fauré flutt af Kór Langholtskirkju. Aðgangur er ókeypis.

 

1. desember, kl 17:00 – Aðventuhátíð Langholtskirkju

Allir kórar kirkjunnar koma við hér sögu og lúðrasveit. Flutt verður aðventutónlist og upptaktur sleginn að jólatíðinni.

 

12. desember, kl 18:00 – Jólatónleikar Graduale Liberi og Graduale Futuri 

Stúlknakórarnir Graduale Liberi og Graduale Futuri bjóða upp á hátíðlega og notalega jóladagskrá. Stjórnandi er Sunna Karen Einarsdóttir.

 

14. desember kl. 20:00 og 15. desember kl. 17:00   – Jólasöngvar kórs Langholtskirkju

Jólasöngvar fagna tímamótum en þeir verða haldnir í fertugasta skipti í ár. Kór Langholtskirkju og Gradualekórinn syngja þekkt jólalög og glæða jólaandann lífi. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Herdís Anna Jónasdóttir og Fjölnir Ólafsson. Samkvæmt hefðinni verða boðið upp á rjúkandi súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu eftir tónleika.

 

1. febrúar, kl. 16:00 – Náttsöngvar eftir Rakhnanínov

Kór Langholtskirkju flytur Náttsöngva eftir Sergei Rakhmanínov, sem er talið eitt besta tónverk rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og var í miklu uppáhaldi hjá tónskáldinu sjálfu. Verkið, sem stundum gengur undir nafninu Vesper, er í 15 köflum, sungið á rússnesku og tekur um klukkutíma í flutningi. Þetta er einstaklega hljómfagurt verk en um leið afar krefjandi fyrir kórinn.