Listafélag

Listafélag

Nobili jól 2016

Listafélag Langholtskirkju styður við tónlistar og kórastarf Langholtssóknar.

Verkefnastjóri Listafélags Langholtskirkju er Lilja Dögg Gunnarsdóttir, s. 866-2017.

Netpóstur : listafelag.langholtskirkju@gmail.com

Stjórn Listafélags Langholtskirkju er svo skipuð :
Magnús Ragnarsson listrænn stjórnandi.
Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri Graduale Nobili og Gradualekórs Langholtskirkju.
Ólafur Freyr Birkisson formaður Kórs Langholtskirkju.
Guðjón Emilsson gjaldkeri.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur Langholtskirkju.
Björg Dan Róbertsdóttir formaður sóknarnefndar.
Vera Hjördís Matsdóttir formaður Graduale Nobili.
Gyða Sigurjónsdóttir fulltrúi Gradualekórs Langholtskirkju.
Sigrún Stefánsdóttir ritari.

Tónlistalífið í Langholtskirkju verður fjöbreytt og spennandi á þessari haustönn. Allir starfandi kórar við kirkjunnar láta vel til sín taka og færa fram undir dyggri stjórn kórstjóra spennandi efni.

Kynnið ykkur dagskrána og verið velkomin í kirkjuna.

Haustið 2017

5. nóvember – kl:17:00, Requiem eftir Gabriel Fauré
Kór Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, flytur Requiem e. Fauré til minningar
látinna á Allra heilagamessu. Verkið er í senn umvefjandi og fagurt. Kór Langholtskirkju er
skipaður reyndu söngfólki og einsöngvarar koma úr röðum hans. Magnús Ragnarsson organisti við
kirkjuna leikur á orgelið.

12. nóvember: Kóramót Kórskóla Langholtskirkju
Barnakórar heimsækja kórana í Kórskóla Langholtskirkju.

18. nóvember – kl: 18:00, Portrett tónleikar Hreiðars Inga.
Hreiðar Ingi (1978) hefur skipað sér góðan sess með kórtónlist sinni og vakið víða lukku. Á
þessum tónleikum verða veraldleg og trúarleg verk flutt. Kór Langholtskirkju, Graduale Nobili,
Magnús Ragnarsson, Þorvaldur Örn Davíðsson, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, mezzósópran, Frank
Aarnik, slagverksleikari og Elísabet Waage, hörpuleikari

3. desember – kl 17:00, Aðventuhátíð Langholtskirkju
Allir kórar kirkjunnar koma við hér sögu og lúðrasveit. Flutt verður aðventutónlist og upptaktur sleginn að
jólatíðinni.

9. desember – kl. 17:00 , Jólatónleikar Nobili
Dömukórinn Graduale Nobili undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar flytur hátíðartónlist, samtímaverk
bæði íslensk og erlend.

12. desember – kl 19:00, Jólatónleikar Graduale futuri og söngdeildar Graduale kórsins
G raduale Futuri stúlknakórinn undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur býður uppá hátíðlega og notalega
jóladagskrá. Nemendur Hörpu Harðardóttur í einsöng koma fram á tónleikunum

14. desember – kl 18:00, Jólatónleikar Kórskólans
Kórskólinn flytur helgileik undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. Krúttakórinn undir stjórn Söru
Grímsdóttur og Auðar Guðjóhnsen flytja jólalög og Graduele Futuri og Gradeuele koma einnig fram.

15.-17. desember – Jólasöngvar kórs Langholtskirkju
Jólasöngvar fagna tímamótum en þeir verða haldnir í fertugasta skipti í ár. Kór Langholtskirkju og
Graduale kórinn syngja þekkt jólalög og glæða jólaandann lífi. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau
Þóra Einarsdóttir og Kristinn Sigmundsson. Samkvæmt hefðinni verða boðið upp á rjúkandi súkkulaði og
piparkökur í safnaðarheimilinu eftir tónleika.