Laufabrauðsgerð Kvenfélags Langholtssóknar sunnudaginn 26. nóvember

Laufabrauðsgerð Kvenfélags Langholtssóknar sunnudaginn 26. nóvember

Skemmtileg samverustund fyrir alla fjölskylduna með jólalegum blæ í safnaðarheimili Langholtskirkju kl. 12-16. Laufabrauðsútskurður og piparkökuskreyting. Jólatónlist, kaffi og jólaglögg (óáfeng). Takið með ykkur bretti, hnífa og ílát undir brauð og piparkökur.Laufabrauð er selt og steikt á staðnum. Ath. ekki er posi á staðnum.