Kórkonsert eftir Alfred Schnittke laugardaginn 2. febrúar kl. 16. Ókeypis aðgangur

Kórkonsert eftir Alfred Schnittke laugardaginn 2. febrúar kl. 16. Ókeypis aðgangur

Þann 2. febrúar næstkomandi kl. 16 mun Kór Langholtskirkju flytja Kórkonser fyrir blandaðan kór eftir Alfred Schnittke undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Aðgangur er ókeypis.

Alfred Schnittke (1934- 1998) var eitt höfuðtónskálda Rússa á 20. öld. Skrifaði hann Kórkonsertinn á árunum 1984 – 1985 sem var svo frumfluttur í Moskvu árið 1986. Fyrirmynd Schnittke að Kórkonsertinum eru konsertar sem skrifaðir voru á 18. öld og þekktustu tónskáldin sem það gerðu voru Dmítríj Bortnjanskíj og Maksím Berezovskíj. Texti verksins er þriðji kafli „Harmljóðabókar“ armenska munksins Grígors Narekatsi (951-1003), bókin er þýdd yfir á rússnesku af Naum Grebnev. Schnittke sagði sjálfur um Kórkonsertinn að hann hefði viljað vera trúr textanum. Tónlistin hafi komið til hans í gegnum textann.