Kaffihúsamessa sunnudaginn 10. júní kl. 11

Kaffihúsamessa sunnudaginn 10. júní kl. 11

Vertu velkomin/n að fá þér kaffisopa og með´því á sunnudaginn kl. 11, í litla sal safnaðarheimilisins.
Félagar úr söngsveitinni Fílharmóníu leiða sönginn og syngja örlítið fyrir okkur líka. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar auk Magnúsar Ragnarssonar organista, Aðalsteins Guðmundssonar kirkjuvarðar og messuþjóna.
Barnastarfinu er lokið í bili en við hefjumst handa að nýju að hausti.