Hausttónleikar Kórs Langholtskirkju 15. nóvember kl. 17

ATH: ÞVÍ MIÐUR HEFUR ÞESSUM TÓNLEIKUM VERIÐ AFLÝST. MIÐAHAFAR GETA NÁLGAST ENDURGREIÐSLU HJÁ WWW.TIX.IS. 

 

Sunnudaginn 15. nóvember kl. 17 eru hausttónleikar Kórs Langholtskirkju.

Á efnisskránni verða verk eftir tvö norsk tónskáld. Eitt þekktasta tónskáld norðmanna, Knut Nystedt, lést á síðasta ári en hann hefði orðið 100 ára hinn 3. september í ár. Kórinn mun flytja nokkur af hans þekktustu kórverkum og einnig verk eftir Ola Gjeilo en hann fæddist 1979 og hefur vakið heimsathygli fyrir verk sín. Kórinn hefur áður flutt verk eftir báða þessa höfunda, sér og áheyrendum til mikillar gleði.

Miðasala er hafin á www.tix.is. Við hvetjum ykkur til að gefa ykkur tíma til að koma og hlusta á þetta hæfileikaríka söngfólk!

Knut Nystedt