Föndurstund fjölskyldunnar kl. 11 og aðventukvöld kl. 17 sunnudaginn 27. nóvember

Það verður margt um að vera í Langholtskirkju sunnudaginn 27. nóvember en þá er fyrsti sunnudagur í aðventu.

KL. 11 er samverustund fjölskyldunnar í safnaðarheimili. Þar verður boðið upp á kyns föndur, gleði og jólatónlist. Saman skreytum við jólatréð og safnaðarheimilið og endum stundina á að borða saman ljúffenga froskasúpu! ( já, froskasúpu! ). Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.  Ath. ekki verður hefðbundin messa kl. 11 þennan dag.

Kl. 17 er hið árlega aðventukvöld Langholtskirkju ( ath. breyttur tími ). Notaleg stund fyrir alla aldurshópa þar sem aðventan er sungin inn við kertaljós. Þórdís Gísladóttir rithöfundur og ljóðskáld flytur hugvekju. Kórskólinn flytur Lúsíuleik undir stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur og Kór Langholtskirkju tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimili eftir stundina.