Fermingarfræðsla fyrir börn fædd árið 2005 hefst 13. ágúst

 

Fyrsta samvera fermingarbarna á nýju misseri fer fram mánudaginn 13. ágúst. Kennt verður alla vikuna. Gert er ráð fyrir að búið sé að skrá börnin í fermingarfræðslu Langholtskirkju áður þau mæta. Skráning fer fram rafrænt hér á heimasíðu kirkjunnar undir „fermingarfræðsla“.

Dagskrá næstu viku verður eftirfarandi :

  1. ágúst :   Strákar kl. 13 -15, Stelpur 15:30 – 17:30
  2. ágúst : Strákar kl. 13 -15, Stelpur 15:30 – 17:30
  3. ágúst : Strákar kl. 13 -15, Stelpur 15:30 – 17:30
  4. ágúst : Strákar kl. 13 -15, Stelpur 15:30 – 17:30
  5. ágúst : Öll mæta kl. 11 og eru til 13.

Mán – fim fá krakkarnir miðdegishressingu en hádegismat á föstudegi. Lok námskeiðsvikunnar er í messu sunnudaginn 19. ágúst kl. 11, en foreldrar og börn eru boðin sérstaklega velkomin í þá messu.

Endilega takið einnig frá helgina 7.-9. september en þá er ferðinni heitið í Vatnaskóg.  Gjald fyrir ferðina verður innheimt með greiðsluseðlum í heimabanka sem greiða þarf fyrir brottför, verða sendir út viku fyrir ferðina. Ferðin er niðurgreidd af héraðssjóði og verður með rútu 15,000 (með fyrirvara um breytingu).  Ef fjárhagur hamlar för þá endilega sendið mér línu og við finnum lausn á því.

Athugið að upplýsingaveita og samskipti milli foreldra og kirkju munu fara fram annars vegar á heimasíðu kirkjunnar og hins vegar í facebook-hópnum Fermingarfræðsla Langó 2019 og eru foreldrar beðnir um að óska eftir aðgangi. Fyrirspurnum skal beint í netfangið johanna@wpvefhysing.is eða soknarpresturlangholt@gmail.com.