Messa og barnastarf

Messa og barnastarf

  • Date: 09 Sep 2018 • 11:00–12:00
  • Venue: Langholtskirkja
  • Location: Reykjavík

Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 9. september kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt Magnúsi Ragnarsyni organista, kirkjuverði og messuþjónum. Félagar úr Fílharmóníunni leiða safnaðarsöng. Kaffi og meðlæti í safnaðarheimili eftir stundina.

Sunnudagaskólinn tekur til starfa á nýju misseri eftir sameiginlegt upphaf inni í kirkju. Sara Grímsdóttir og Hafdís Davíðsdóttir leiða samveruna sem hentar börnum á öllum aldri. Hittumst heil á sunnudag.