Kór Langholtskirkju syngur Puccini sunnudaginn 30. apríl

Kór Langholtskirkju flytur tvö verk eftir Giacomo Puccini. Messa di Gloria og Requiem ásamt hljómsveit sunnudaginn 30. apríl.

Einsöngvarar eru Gissur Páll Gissurarson og Oddur Arnþór Jónsson.
Stjórnandi er Garðar Cortes.

Messa di Gloria er fallegt og áhrifaríkt verk sem heyrist sjaldan hér á landi. Puccini lauk við að semja Messa di Gloria aðeins 21 ára, árið 1880. Hafði hann þá samið Credo-kaflann þremur árum fyrr. Puccini fékk innblástur fyrir tónsmíðinni árið 1976 þegar hann sá Aida eftir Giuseppe Verdi. Puccini nam á þessum tíma kirkjutónlist og talið er að messan sé hans kveðja til kirkjutónlistarinnar. Því markar Messa di Gloria mikilvæg skil í lífi eins helsta óperuskálds sögunnar.

Requiem var samið seint árið 1904, að beiðni útgáfufyrirtækisins Ricordi, til að minnast þess að fjögur ár voru liðin síðan Giuseppe Verdi lést. Verkið var flutt í fyrsta sinn þ. 27. janúar 1905 á dánarafmæli Verdi. Um frumflutning hér á landi er að ræða þar sem þetta mun vera í fyrsta sinn sem verkið er flutt með Víólu og Orgeli.

Húsið opnar klukkan 19:00 en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Miðar eru fáanlegir á tix.is.