Fermingarfræðsla hefst á nýju misseri

Fermingarfræðsla hefst á nýju misseri

  • Date: 13 Aug 2018 • 13:00–16:00
  • Venue: Safnaðarheimili
  • Location: Langholtskirkja

Fyrsta samvera fermingarbarna á nýju misseri fer fram mánudaginn 13. ágúst. Kennt verður alla vikuna. Gert er ráð fyrir að búið sé að skrá börnin í fermingarfræðslu Langholtskirkju áður þau mæta. Skráning fer fram rafrænt hér á heimasíðu kirkjunnar undir “fermingarfræðsla”. Nánari upplýsingar um tímasetningu mun berast til foreldra með tölvupósti strax eftir verslunarmannahelgi.

Athugið að upplýsingaveita og samskipti milli foreldra og kirkju munu fara fram annars vegar á heimasíðu kirkjunnar og hins vegar í facebook-hópnum Fermingarfræðsla Langó 2019 og eru foreldrar beðnir um að óska eftir aðgangi. Fyrirspurnum skal beint í netfangið johanna@langholtskirkja.is eða soknarpresturlangholt@gmail.com.

IMG_1134