Fermingarfræðsla hefst á nýju misseri

Fermingarfræðsla hefst á nýju misseri

  • Date: 14 Aug 2017 • 13:00–16:00
  • Venue: Safnaðarheimili
  • Location: Langholtskirkja

Fyrsta samvera fermingarbarna á nýju misseri fer fram mánudaginn 14. ágúst kl. 14 – 17. Kennt verður mánudag til fimmtudags á þessum tíma og á föstudegi haldið í Vatnaskóg með hópinn. Gert er ráð fyrir að búið sé að skrá börnin í fermingarfræðslu Langholtskirkju áður þau mæta. Skráning fer fram rafrænt hér á heimasíðu kirkjunnar undir “fermingarfræðsla”. 

Haldið verður í helgarferð í Vatnaskóg 18. – 20. ágúst, helgina áður en grunnskólinn hefst á ný. Tölvupóstur með nánari upplýsingum verður sendur til foreldra þeirra barna sem eru skráð í fræðsluna viku fyrir brottför. Einnig fást upplýsingar hjá prestum kirkjunnar í gegnum netfangið johanna@langholtskirkja.is.

Yfir veturinn fer fræðslan svo fram einu sinni í mánuði, eða síðasta MIÐVIKUDAG hvers mánaðar kl: 17 – 19.

Athugið að upplýsingaveita og samskipti milli foreldra og kirkju munu fara fram annars vegar á heimasíðu kirkjunnar og hins vegar í facebook-hópnum Fermingarfræðsla Langó 2018 og eru foreldrar beðnir um að óska eftir aðgangi. Fyrirspurnum skal beint í netfangið johanna@langholtskirkja.is.

IMG_1134