Barnastarf á virkum dögum hefst aðra vikuna í september

Barnastarf á virkum dögum hefst aðra vikuna í september

Barnastarf á virkum dögum hefst aðra vikuna í september. Öll börn eru velkomin og starfið án endurgjalds. Starfið fer fram á eftirfarandi tímum:

5. – 7. bekkur hittist á þriðjudögum kl. 14 – 16. Starfið hefst þriðjudaginn 11. september og eru börnin skráð á staðnum.

3. – 4. bekkur hittist á fimmtudögum kl. 14 – 16. Starfið hefst fimmtudaginn 13. september og eru börnin skráð á staðnum. Láta þarf frístund vita ef börnin eru skráð hjá þeim þennan dag.

8. – 10. bekkur stúlkur hittast aðra hverja viku frá 1. október. Nánari upplýsingar um tímasetningu síðar.

Starf fyrir 1. – 2. bekk hefst í febrúar 2019. Líkt og áður verða börnin sótt í skólann og fylgt til baka í frístund. Skráning hefst um áramót.

Fermingarfræðsla fyrir 8. bekk er hafin og fer fram einu sinni í mánuði í vetur. Allar nánari upplýsingar hjá prestum kirkjunnar.

Jóhanna Gísladóttir æsklýðsprestur annast barnastarfið ásamt Hafdísi Davíðsdóttur guðfræðinema. Hægt er að hafa samband í síma : 696-1112 eða í gegnum netfangið : johanna@langholtskirkja.is fyrir nánari upplýsingar. Við hlökkum til að taka á móti börnunum í haust!