ferming

Femingardagar í Langholtskirkju  eru:

Pálmasunnudagur
Skírdagur
Sumardagurinn fyrsti

Ferming fer fram í almennri messu safnaðarins að lokinni fermingarfræðslu og er líkt og hefðbundnar messur tæplega klukkustund að lengd. Börnin þurfa ekki að hafa með sér annað en góða skapið en messuskrá og fermingarkirtill er lagður til hér í kirkjunni.

Hvað þarf að gera?

  • Skrá barnið í fermingarfræðslu
  • Ákveða skírnardag í samráði við prest ef barnið er óskírt
  • Velja fermingardag

Kostnaður vegna fermingarfræðslu er innheimt samkvæmt gjaldskrá Prestafélags Íslands.

Kvenfélag safnaðarins sér um fermingarkyrtlana og leggja börninum til gegn vægu gjaldi sem fer til líknarmála.

Allar nánari upplýsingar um fræðsluna í vetur er að finna hér á heimasíðunni undir ,,starfið -> börn og unglingar -> fermingarfræðsla” og hjá prestum kirkjunnar.