Ferming

Ferming

ferming

Skráning í fermingarfræðslu Langholtskirkju veturinn 2017-2018 fer fram rafrænt hér á heimasíðu kirkjunnar

: Skráningarblað í fermingarfræðsluna

Fermingarfræðsla Langholtskirkju stendur til boða öllum ungmennum í 8. bekk, hvort sem unglingurinn hefur hug á að fermast eða ekki um vorið. Fræðslan er vönduð og hefur það að markmiði að efla almenna þekkingu í kristnum fræðum og gefur unglingum færi á að kynnast kirkjunni sinni, starfsemi hennar og starfsfólki. Hver samvera er fjölbreytt og lifandi og unnið er með hugtök líkt og lífsleikni, mannréttindi, jafnrétti, umhverfisvernd og þróunarhjálp.

Fermingarfræðslan hefst mánudaginn 14. ágúst 2017 og verður kennd í lotu alla vikuna, eða til 18. ágúst.

Í beinu framhaldi verður haldið í helgarferð í Vatnaskóg. Með þessum hætti tekst okkur að komast yfir helming kennsluefnisins í ágúst og hittumst svo einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Margt fleira verður í boði yfir veturinn, m.a. skemmtilegt hópastarf með kirkjunum í Laugardalnum til þess að hrista hópinn saman og kynnast unga fólkinu betur.

Langholtskirkja styðst við speglaðar kennsluaðferðir við fræðsluna. Allar nánari upplýsingar um fræðsluna, efnivið, fyrirkomulag og skráningu fást hjá prestum kirkjunnar eða í gegnum netfangið johanna@langholtskirkja.is. Fermingarfræðsla er í höndum presta kirkjunnar.

Skráning í fermingarfræðslu fyrir veturinn 2017 – 2018 er hafin hér á heimasíðunni undir dálknum ,,fermingarfræðsla veturinn ’17-’18”. Gert er ráð fyrir að búið sé að skrá unglinginn áður en hann mætir í fræðsluna.

Fermingardagar vorið 2018 : 

Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11

Skírdagur 29. mars kl. 11

Hvítasunnudagur 20. maí kl. 11

 

Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra velja sjálf sinn fermingardag. Ekki er nauðsynlegt að vera búin að ákveða dag við skráningu.