Barnablessun

Barnablessun er athöfn sem á sér rætur allt til landnáms þegar að fólk af ólíkum trúarbakgrunni vildi fyrirbæn og blessun fyrir barnið sitt en ekki skírn vegna ólíkrar trúarafstöðu. Barnablessunin var til forna nefnd Primsigning eða hin fyrsta signing. Beðið er fyrir barninu og það blessað ýmist í heimahúsi eða kirkju, ásamt eða án fjölskyldu og vina.

Hvað þarf að gera?

Tala við prestinn og panta samtal.
Ákveða með prestinum stund, stað og tíma.